24.1.2024 | 18:52
Lauslega farið með staðreyndir
Hér er farið ansi laust með fréttafluting áður en staðreyndir liggja fyrir.
Flugvélar af þessari stærð eru með tvöföld framhjól og af fréttini í BNA, skylst mér að einn hjólbarði af framhjólinu hafi rúllað af vélinni. Í fyrirsögninni hljómar þetta eins og að hér sé enn eitt framleiðsluvandamálið frá Boeing, en það er mjög ólíklegt í þessu tilfelli. Flugvélin í þessu atviki hefur verið í notkun síðan 1992 eða í 31 ár og ekki líklegt að þetta sé einhver galli frá framleiðandanum.
Til að setja þetta í samhengi fyrir almennan lesanda, þá skipta flugvirkjar um hjól á vélunum með vissu millibili - þá er felgan tekin af hjólinu, skipt um hjólbarða og allt yfirfarið og hjólið síðan fest aftur á hjólabúnaðinn.
Það er mikið líklegra í þessu tilfelli að þegar skipt var um dekk á vélinni síðast, þá hafi ekki verið gengið rétt að verki í að festa hjólið á, og þetta væri á ábyrgð þeirra sem skiptu um dekkið, ekki einhver framleiðslugalli hjá Boeing.
Eins og öll flug atvik, þá verður þetta rannsakað af NTSB og trúlega fylgir endurþjálfun til að slíkt gerist ekki aftur.
Boeing á í nógum vandræðum nú þegar, og engin ástæða að vera að klína þessu á þá áður en staðreyndir liggja fyrir.
Enn eitt óhappið hjá Boeing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2024 | 17:31
Eru engir ritstjórar á Mogganum lengur?
Fyrisögnin er að Katrín "VILL EKKI" stórkrossinn, en í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að "núverandi forsætisráðherra hafi ekki kosið...."
Að hafa Ekki Kosið að gera eitthvað, er ekki það sama og hafa Kosið að gera það ekki!
Það er sorglegt að það er ekki lengur hægt að komast í gegnum einn dag af Mogganum án þess að sjá slíkar villur.
Katrín vill ekki stórkrossinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2023 | 21:02
Einkaþota kóngsins
Þessi sala féll reyndar í gegn. Villimaðurinn Jim Webb (you tube Jimmy´s World) var með næstbesta tilboðið og keypti gripinn á 234,000 USD. Mikill peningur fyrir kolryðgaða flugvél með engum mótorum og skreytt í æpandi rauðu flaueli og með gull litaða krana. Smekkurinn ekki alveg í samræmi við röddina hjá kónginum.
Einkaþota kóngsins seldist á tugi milljóna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)